mánudagur, nóvember 18, 2002 þÁ erða ný vika.... og hverri nýrri viku fylgir nýtt spakmæli: "Ei er vikan ný nema spakmæli í henni býr"
MúM voru æði (raggi tók myndir) - aðeins öðruvísi mannskapur en þegar ég sá þau spila í norðurkjallaranum í MH ´99. Hressandi uppákoma - og svo voru þau ekki miður sjarmerandi baksviðs í einhverjum "live" pælingum. Næst á dagskrá er það svo DE LA SOUL! Þeir ætla að gleðja Árhúsinginn á miðvikudaginn.
Þangaðtil eruða bara valhnetuteikningar og kriplingarölt. Er reyndar búin að missa niður gangstera-labbmátan.. og komin meira útí svona Sjóræningjamúv.
Hef ég kannski virkað dana-rasistaleg í mínum fyrrum skriftum? posted by sArs | 23:07