miðvikudagur, nóvember 13, 2002 Hérmeð er ég orðinn stoltur músareigandi! og ekkert svona kúlumúsardrasl sko.. Ætla að skýra hana "Hcetigol".... afþví að það er eitthvað svo þjált.
Á fyrir mér stórmekilegan dag á danadvalarferli mínum: á morgun fer Saran í fyrsta (og vonandi síðasta) sipitið til baunalæknis! Er nú búin að vera hölt námskona í rúmlega viku... og er hætt að finnast það sniðugt. Búin að missa af 3mur æfingum - en hef aðallega áhyggjur á að það verði eitthvað vesen þegar ég fer á SNJÓBRETTI um jolin!! En ég held ég haldi gangster-ganglaginu áfram þegar ég læknist - er að fá feitt RsPcKt þarna í skólanum. Það þorir enginn að vera í vegi mínum.....
En það er annars ókeypis að vera veikur eða slasaður hérna.. þ.e. lækningin er ókeypis! Alveg veit ég um einn ákveðinn vin minn(hóst*haffi*hóst) sem ætti sér stóran fjárhagslegan hag í því að flytja hingað BARA útaf þessu ókeypis slysókerfi!
En annars er ég nýbúin að henda inn öllum helstu myndunum frá árinu 2000 í Frakklandi inná Chamonix síðuna. Bara tvö ár eftir...
Bið góðar stundir í bili - þarf að vakna snemma og kryfja valhnetu...aftur!
posted by sArs | 23:10