sunnudagur, nóvember 10, 2002  

Sunnudagskvöld í aðsigi.... og verð ég að segja að bekkjarteitið í gær hafi bara verið þónokkuð ánægjulegt. Það er ekki til danskari mannvera en hann Søren Larssen sem hélt partýið í gær. Hann situr á borðinu á móti mér....og ég er búin að komast að því að hann er danskastur allra dana: svona ljós yfirlitum, hávaxinn myndarpiltur í frekar þröngum buxum (að mínu mati), í fínlegum skóm, hlustar á George Michael...og segist vera með afar breiðan tónlistarsmekk, borðar hollan mat og er umfram allt ÁVALLT HRESS!!! En þessir danir eru hið besta fólk .... labba frekar hægt samt. Ég slasaði mig á æfingu síðasta mánudag og hef verið aumingi síðan! En ég er ekki alveg ónýt - ég haltra hraðar en meðal danskurinn labbar!
takk&bletz

posted by sArs | 17:31