þriðjudagur, desember 10, 2002  

Í dag eru níu dagar í Austurríkisferð! Og ég er bólgin á fætinum!! ;[ - þurfti að hlaupa heila 20 metra eftir strætó á laugardaginn.... á líklega eftir að EIGA brekkurnar þarna í St.Anton. Einhver með ráð? Ætla ekki að sitja uppá hótelherbergi ámeðan hinir eru að jóðla í brekkunum - inni að leika mér að nýju puttalínuskautunum sem sessunautur minn gaf mér í gær....af því að ég á að vera svo "street-wise" (eins og línuskautar séu eitthvað awesome...right! :þ).....þeir eru svo nýjir að það er ekki einusinni svona fingurbroddsfíla af þeim.
Þessi danska gella sem þykist búa hérna með mér er aaaldrei heima =) Við deilum einni íbúð þannig séð... en gellan er aldrei heima um helgar - og þessar helgar eru orðnar að 5 dögum núorðið. Ég er ekki að kvarta. Frekar sweet að hafa heila íbúð undir sig... með Thievery Corporation í botni...og fullan vask af drasli.
Halli er eitthvað að kvarta yfir kommentakerfinu mínu....það er víst ekki hægt að setja inn komment án þess að skrifa netfang og uRL..? er þetta bara svona ef maar býr á Mejlgade?
takk&bLetz

posted by sArs | 21:13