miðvikudagur, desember 18, 2002  

Þá er stundin runnin upp - ég er farin!
Reyndar fer ég fyrst til köbenhafnar á morgun og til Austurríkis á fimmtudaginn. Gróf upp nokkrar myndir af mínum æskuslóðum þarna úr Walchsee. Endilega kíkið á það. Ætli ég gefi ekki heiminum smá frið með í bili og láti það eiga sig að blogga í einhvern tíma....ekki það að það lesi einhver þetta rusl! Var að kanna snjóaðstæðurnar þarna fyrir sunnan: 20 sm í þorpinu (St. Anton am Arlberg - svæðið þarsem ég mun eyða hátiðunum...en ekki æskubærinn sko) og 180 sm uppí brekkum.... og temmilega ferskur snjór....með enn meiri snjó í púður líki á leiðinni!
Sars vill bara óska lesendanum til hamingju með fæðingu einhvers gaurs sem mannfólkið kallar Kræssst - og halda að sé ljóshærður og muni koma aftur einn góðan veðurdaginn og frelsa oss frá illu....AFTUR!?
Ef allt gengur eftir verð ég mætt uppá frón þann 28. eða 29.desember og vil ég vinsamlegast biðja fólk um að ekki senda mér blóm og kransa eins og síðast þegar ég mætti! Sendið frekar rauðvín. Verð annars með sama tal-númer og áður....vill einhver koma með uppá Esju?

Shalom! sAra

posted by sArs | 00:26