mánudagur, desember 16, 2002  

Ég er 22ja ára gömul og hef aldrei farið á Hróaskeldu!! Þetta þarf að breytast! Stefni á að kíkja kannski hérna á næstu hátíð! En ég vil endilega benda öllum á að fara á heimasíðu Hróaskeldu og kjósa hljómsveitir:
Hér er minn listi:
Dansk ønske 1: Malk de Koin
Dansk ønske 2: Zaki
Dansk ønske 3: majed
Nordisk ønske 1: sigur Ros
Nordisk ønske 2: Röyksopp
Nordisk ønske 3: Mum
International ønske 1: Kraftwerk
International ønske 2: Boards of Canada
International ønske 3: Squarepusher

Erfitt að gera upp á milli tónlistarmanna, en ég hvet samt alla til að setja Kraftwerk í fyrsta sæti!!
Frekar rólegt hérna í gær - kvöldið náði hápunkti þegar Danskurinn sjónvarpaði "Jingle oool sa veíí" með Arnold schwartzenegger. Þegar hann hreytti útúr sér frasa eins og "pútt yoa mossaah on sa fón!" eða "yú A nott gettins awaí wiss sis - yú ídíOoot, gív mí sa boooL - I níííd it!" Sé hann alveg fyrir mér í framboði þarna í usa: "Vót foR mííí...yú vónts bí soRís - Æ will pútt öpp mení kinderkartents!"
Fullt af fólki (þarámeðalég) var að skila verkefni í dag - og ætlar út að fá sér öl.
Er hægt að læra mannglöggni annars?? Ég var að versla mjólk í grautinn og kassadaman fór að spyrja hvort ég væri hætt í TaeKwonDo - ég kannaðist ekkert við manneskjuna! Og síðan er einhver ljóshærð gella heima á íslandi sem er alltaf yfir sig glöð þegar hún hittir mig á Prikinu um helgar (þegar ég er á fróni), veit hvað ég heiti og allt - og ég hitti hana næstum undantekningalaust alltaf þegar ég fer eitthvað - og ég hef ekki humynd um hver hún er.... Kannski er þetta sama manneskjan og var alltaf að rugla í mér á menntaskólaböllunum... Ég allavega á mér allt og margar "bídduuu....hver er þetta...afhverju er þessi manneskja að tala við mig??" -stundir! Ef einhver veit um svona námskeið til að taka, eins og MAnglöggni 102 eða eitthvað - látið mig vita! óska mér mannglöggni námskeið í jólagjöf!

posted by sArs | 19:29