sunnudagur, desember 08, 2002 Ég er að vinna í því að breyta nafninu mínu í Nagdís! Skil ekki , eins og það eru til mörg eitthvað-Dís nöfn, að enginn skuli heita þetta. En ég fann ekki nafnalistann sem á að vera hægt að finna á heimasíðu Hagstofu Íslams. Þessi líka ljóóóta síða..öll í þessum bjúrókratalitum :þ
Nagdís fór semsagt í bekkjarteiti í gær. Bauð nokkrum eintaklingum heim í einn kaldan áður...og henti síðan restinni af ostunum úr innflutningspartýinu í fólkið. Sjálf fann ég einhverskonar ál-bragð af þeim... þetta var vellukkað teiti hjá honum Jeppe (er ólánsamlegasta danska karlkynsnafnið - ásamt Uffe) - ég mætti með íslenskt brennivín til að gefa fólki, þarsem ég kemst ekki í Julefrokostið....og þar eiga allir að drekka snafs. Danirnir voru mishressir á svip eftir sopann. Skil ekki alveg þessa þörf fólks til að gretta sig ef eitthvað bragðast ekki eins og bjór.... skánar bragðið uppí manni ef maður grettir sig svona?? Talandi um bragð - mér tókst að útbúa verstbragðandi mat ársins í gær....núðlur með pestói!! Gæti ekki verið til einfaldari uppskrift að ágætis bita.....EN mér tókst að klúðra því!! Held samt að þetta pestó sem ég keypti í arababúðinni á horninu hafi verið eitthvað dúbíus.... man ekki til þess að hafa fundið hvítvínsmyglulykt af pestói áður.... posted by sArs | 16:48