þriðjudagur, desember 03, 2002  

Var ófær um spekingsríkar skriftir í gær eftir kökuafmæli Halla(ekki lítill lengur!). Ómældur myndarskapurinn hjá fólkinu á Mejlgade. Talandi um Mejlgade, þá vil ég upplýsa fólk(sem ekki veit núþegar) að Brynja og Trausti munu flytja í þessa sömu fallegu götu eftir rúmlega viku!! Loksins LokSins!!!! Fólkið mun loksins flytja úr Ghettóinu niðrí siðmenninguna hjá okkur í miðbænum!
Var að klára að horfa á Jóladagatalið - eina jóladagatalið sem ég nenni að horfa á: "Nisserne - det endelige opgør!" Þetta er Norskur "reality" sjónvarpsþáttur um tvö lið af jólasveinum sem þurfa að búa saman í kofa í 24 daga! Það byrja 12 í hverju liði.... og á hverjum degi er einn jólasveinn kosinn úr því liði sem tapaði þraut dagsins. Þraut dagsins í dag var að búa til piparkökuhús eins hratt og hægt er... án þess að brjóta það!! Mikil áhersla er lögð á jólaföndur...og er þónokkul samkeppni og pressa á fólkinu. Já, og jólasveinarnir (sem eru af báðum kynjum, fleirri en einum kynstofni - og finnast einnig samkynhneigðir sveinar inná milli) þurfa að sofa í hei-rekkjum og lifa á piparkökum, mandarínum og glöggi! Vinningshafinn hlýtur síðan milljón að launum! Þetta væri að sjálfsögðu ekki gæðasjónarpsefni án táraflóðsins sem fylgir því að vera kosinn úr hónum, gLeðitárum þess jólasveins sem fær viðurkenningu fyrir fallegasta klósettrúllulíkanið af Jesúbarninu og klíkumynduninnar innan liðanna! Æsispennandi þáttur sem á eflaust eftir að halda mörgum pikkfast í sætum sínum klukkan hálf átta á hverju desemberkvöldi!
yfir og út - sArs

posted by sArs | 20:25