laugardagur, janúar 11, 2003 BESTI DAGUR MINN Í DANMORKU HINGAÐ TIL!!!! Lagði af stað uppí Bótaníska Garðin hérna í miðbæ Árósa, vopnuð snjóbretti og skóflu, klukkan 08:06 að staðaltíma ásamt honum Trausta í leit að pallastaðsetningu. Fundum eitt stykki snjóhrúgu og umturnuðum henni í stökkpall(sem við skýrðum Pallur Snjósson), ef svo mætti kalla - enda ekkert alltof mikið af snjó á svæðinu til að raka saman. Eftir nokkuð fiff vorum við samt komin með bestu palla-aðstöðu Danaveldis í dag! Kári kom síðan uppúr hádegi, þegar við Trausti vorum búin að vera að djöflast þarna í um 3 klst. og tók nokkur Telemark-tilþrif.... Ef fólk er ekki að kaupa þessa sögu mína - þá megiði bara bíða... við festum stórstundina á stafrænt form! Set inn hlekki þegar þetta er komið inn. Eins og allir alvöru snjónotendur - fórum við á "aprés ski" þegar við vorum búin að útivistast. Við Trausti kíktum í einn kaldan á RisRas, en þar var akkúrat í dag verið að taka viðtöl við gesti kaffihússins í sambandi við hössl. Dvergurinn gaf viðtal, en við vorum samt bæði fest á filmu, ámeðan við skoðuðum kort af skíðasvæði (er alltaf með eitt slíkt á mér..) og þóttumst ræða ferðalag dagsins yfir bjórnum. Þessu verður víst sjónvarpað hér í danmörku á næstunni - þannig að ef þið sjáið þátt í sjónvarpinu..og það sitja tveir einstaklingar á kaffihúsi , rauðir í framan með snjóbretti f. aftan sig, að skoða lyftukort..þá erum það við! =]
það verður áframhaldandi fögnuður í kvöld. posted by sArs | 16:33