föstudagur, janúar 10, 2003 Það er ennþá nóg af snjó hérna, og ég ætla að reyna að koma honum í nothæfan búning: Ef það er gott færi á morgun ætla ég að draga Trausta (og hvern þann sem hefur áhuga) útí Den BOtaniske Have að byggja pall og djöflast eitthvað.
Í gær fór ég ásamt bekkjarsystur minni í "Innlit-Útlit"-ferð til eigenda hússins sem við erum að rannsaka - hún var með leyninúmer svo að við náðum bara í hana með bréfaskriftum - ástæðan fyrir því að gamal konan í húsinu var svona skeptísk á að aðrir hefðu símanúmer sitt er einföld: hún á auðvitað hálfgeðveikan fyrrum eiginmann sem er svona "stalker". En eftir að hann vann 12 milljónir DANSKAR í lottóinu hér í vetur hefur minna farið fyrir honum.... og kellingagreyið í húsinu okkar getur loks andað rólegra. Þetta fengum við allt að vita yfir kaffibolla í heimsókninni.... hef ekki talað við marga gamla dani áður... kannski tala þeir allir við hundinn sinn eins og þessi kona? átti í hörkusamræðum við hann Snata sinn: "Já nei nei! manstu hvað kom fyrir síðast þegar þú... Já, uss NEI!! Engan svona svip litli minn! Þú veist að þetta þýðir ekkert - og láttu stelpurnar eiga sig....... finnst þér ekki fallegt veður kallinn?...vertiggi fyrir!" Fjörugt heimili samtsemáður (er það í einu orði??)
Alltíeinu er komin helgi - aftur. Og það er fullt af einhverju liði úr Kópavoginum á leið til Árósa að mér skilst. Mestmegnis frá Kolding hér fyrir sunnan - PArtý hjá Lindu! Og hann Óli vinnnnur úr nóAtúni er einig væntanlegur held ég. Held samt ég feli mig í Bótaníska Garðinum - aldrei að vita hvað þessir utanReykvíkingar taka uppá....
posted by sArs | 12:53