mánudagur, janúar 06, 2003  

Gleðilegan þrettándan....EKKI!!!!!! þetta ár ætlar á byrja á neikvæðu bloggi....nei ekki neikvæðu - HATURSbloggi! Var samferða Herborgu og hinum veika Bjössa, frá Keflavík til Danmerkur. Sökum "ofsaveðurs" í Danmerku (5 sentimetra snjólag) var vélinnin snúið við frá Kaupmannahöfn til Billund, sem er í eins og hálfstíma ökufæri frá Aarhus. Nú bauð fyrstafreyjan okkur öllsömul "Velkomin til...ehhh... Danmerkur!" í Billund ríkir mikil mannillska! Þar hlaða menn svínum í búr og senda þau í slátrun. Þannig var stemmningin hjá okkur þarsem við sátum í vélinni í 6 og hálfan tíma. Enginn fékk að fara út. Við fengum djúsglas þarna einhverntíman og það var kveikt á sjónvarpinu þegar við vorum búin að sitja þarna í tvo og hálfan tíma. Flugstjórinn vildi meina að það væri ekki hótelgistingu að fá innan 200 km.... hann var kannski búinn að gleyma því að við værum grís í búrum... og ekki í leit að 5stjörnu gistingu. Nóg er af hótelum í árósum sem er innan 100 kílómetranna. Öll þrjátíuogsjö smábörnin í fluginu voru svona hálfgrenjandi í kór á köflum... og konan hinum megin við ganginn frá okkur ældi í takt við. Og við Bjössi gengum í þessa lúðrasveit af óhljóðum með endalausum snýtingum( verandi með kvef og allskyns bólgur). Svo var borin fram enn ein frosna kjúkklingabringan...og ameríkuflugs vídjóspólurnunum poppað í tækið. Aðkoman að Kastrup var vel rússnensk! fólk sofandi útum allt, og svona áttatíu og níu þúsund yfirgefnar töskur í stöflum. Biðum í enn aðrar klukkustundir eftir töskunum okkar - og komum okkur hálfshugs í einhverja lest og vorum komin heim um 10 leytið. Flugið átti bara að taka 3 klst. - en var síðan í 14 klst. ef maar telur töskubiðina með. Missti af fyrirlestrinum. Fékk svo að vita að ég væri númer tvö á lista yfir fólk sem á að fara í viðtal við kennara á morgun - og á að mæta með fullgerða möppu og einhver skrifuð ummæli mín um eitthvað.... Það fyllti alveg mælinn - enda ekki með NEITT tilbúið!! En ég held ég hafi bjargað þessu fyrir horn með að skipta við einhver. Góðan nótt - ég er farin út í "óveðrið" að kaupa tannbursta.

posted by sArs | 21:45