laugardagur, janúar 18, 2003 Tekið úr Eighties´ orðabókinni:
Dude
(1)Noun. Someone who is cool. The opposite of a dork.
(2)Excl. A greeting. Used with a close friend that is considered cool. ie. "Dude!"
Origins of this context word can be traced to California. It was originally used in reference to a horse's penis.
Afar lærdómsríkur og ýktmegaböst hress talmáti.
Var að koma úr heimsókn hjá vini mínum sem var með mér í bekk í fyrra. Tónlistarvinur síðasta árs. Skiptumst á nokkrum diskum - er komin með ágætis ferkst áhlustunarefni.... allt frá góðum gömlum kraftwerk smáskífum og að þýsku elektrópoppi. ætti að vera spennó.
Fór með bekknum á einhverja sudda krá í gær og bjargaði bekkjarsystur minni frá einhverjum gömlum, feitum, ofurölfingja! Hann var alltaf að klípa í rassinn á henni og þetta fór svo í taugarnar á mér að það endaði með því að ég stökk upp og reif kjaft við hann á minni bjagaðri dönsku: "For fanden man, ka´ du ikke se at hun ik´ ka´ lide dig, dit fede svin! Sørg for at du forsvinder herfra!! Skrid!" Mannbjálfinn var líka bara 1 og 60 á hæð og ekki lengi að hypja sig þegar reiða íslenska gellan sem var höfði hærra en hann byrjaði að bitcha! Fékk feitt respekt frá nágrannaborðunum...
posted by sArs | 18:49