sunnudagur, febrúar 02, 2003 Ég vil EKKI heyra diskótónlist í svona allavega 7 ár!! Fór á skólaball í gær, já dansiball hjá Arkitektaskólanum - og það var "Studio 54" þema. Standandi diskóglamúr og boogiebjór til ég veit ekki klukkan hvað! Soldið flottur staður samt, einhversstaðar hinum megin við lestarteinana (átti í stökustu vandræðum með að rata heim) og það var mjög hátt til lofts - svo hátt að það SNJÓAÐI litlu pappírsdrasli yfir allt og alla í svona 5 mínútur á tímabili - nottla afskaplega rómantíst og diskólegt og allt - en það tók mig síðan hálftíma að ná draslinu úr bjórglasinu! Skemmtilegt að sjá svona 300 manns veiðandi drasl úr bjórglasi sínu á sama tíma, með hálfgerðan pirringssvip. Já þessi skemmtilegi pappírsgjörningur elti mig alla leiðina heim - nú er allt gólfið heima útí þessu helvítis pappírskuski!! Þetta hefur fundið einhverja leið til að fela sig inní hálsmálinu, skónum, sokkunum, ermum, buxnaskálm og hárrótum manns - greinilega hágreind lífvera þessi pappír. Allavega óverdósaði ég á diskómússíkinni, þó svo að það hafi nottla verið stuð ámeðan ballinu stóð...
Í dag flutti bróðir stelpunnar sem ég bjó með inn (hún er búin að vera heima svona 17% af tímanum sem hún hefur leigt með mér - sem er snilld). Þessi bróðir hennar heitir LARS og er 28 ára laganemi, nýkominn frá frakklandi þarsem hann var skiptilaganemi. Maðurinn var að banka upp hjá mér til að heilsa - afar viðkunnalegur maður, skreyttur hormottu og klóruðum gallabuxum! Hann vildi endilega fá að sjá herbergið mitt. Hefði ekki getað komið á verr tíma - allt útí þvott sem ég hengdi upp allsstaðar til þurrkunnar og auðitað helvítis huxandi pappírinn útum allt gólf! En gaurinn er alveg ágætur, talaði heilmikið og var ossa áhugasamur um arkítektúr og skíðamennsku. Sé fram á fallegt húsráðendasamband.....
...verð að drífa mig uppí skóla að gera eitthvað í verkefninu sem ég á að skila á miðvikudaginn! Reyndi að lýsa stöðu minni í verkefninu með því að segja "Jeg er ved at skide på mig med denne her opgave!" við einhvern dana í gær - fékk skrítin svip... kannski er ekki hægt að þýða þetta orðrétt yfir... posted by sArs | 14:57