mánudagur, febrúar 10, 2003  

JÆja, rússkí mætt aftur eftir viku af hardkore skólastreitu sem endaði með hörmungum. Búin að jafna mig og rukka inn þann svefn sem ég átti inni eftir þessa viku dauðans. Fór í beltapróf í TaeKwonDo á flöskudagin (beint eftir krítik frá helvíti) og nældi mér í eitt stk. hærra belti, og kíkti svo í einn kaldan með bardagafélögunum.
Á Laugardaginn buðu Brynja og tRausti mér í íslamska smálúðu að hætti sacre bleu d´ail. Besti fiskur sem ég hef fengið í Danmörku.. kannski eini..maniggi.? En í gær var svo haldið til Herborgu og bjÖssa tilað horfa á LALLA JOHNS! Það var eitthvað íslenskt þema í gangi.. fullt af myndum og þáttum. Merkileg mynd um merkilegt fyrirbæri: rónisma! Lalli á setningu vikunnar:"Ég er tækifærissinni - ekki þjófur!"

posted by sArs | 12:28