þriðjudagur, febrúar 11, 2003  

Laugardaginn þann 15. febrúar verður alþjóðlegur "ámóti stríði"-dagur! Einn bekkjarbróðir minn er búinn að skipuleggja ferð nemenda arkitektaskólans til Kaupmannahafnar til að taka þátt í massamótmælunum þar. Ég heyrði þau þarna nokkur skipuleggja texta og spjöld í dag.... og voru þau komin með texta eins og "Arkitekter mod strid!" og annað frekar þunnt.... Og þarsem þetta er nú alþjóðlegur mótmælingadagur spurði ég hvort frasarnir ættu ekki að vera á ensku?! Alveg höfðu þau ekkert huxað útí það. Til að alþjóðavæða fólkið ennfremur fór ég að droppa yfir þau slagorð til að nota á 3ja metra borðanna. Frasar eins og "make buildings - NOT war!" og "CONstruction, NOT DEstruction!!" hryndu yfir enskuþyrsta mannskapinn. Ef einhver sér gula og græna borða með þessum slagorðum í köben á laugardaginn þá er það mitt hugarfóstur sem er þar á ferð.
En hvernig er þetta annars? Ef fólk kann ensku, mótmælir það á ensku svo að allur alheimurinn skilji stöðu þeirra þegar atburðinum er sjónvarpað útí heim eða mótmælir það á eigin túngu til að draga athygli að því að þau séu nú af ekki-ensku-mælandi landi og óháð því sem brúskurinn Goggi og kvuttinn blAir segja!?!?
~~pólitíska hlið nAgdísar~~

posted by sArs | 19:33