þriðjudagur, mars 11, 2003 Ég er veik! Er viss um að þýski gaurinn sem ég var með í hópvinnu hafi smitað mig í síðustu viku... og hann er sjálfur ennþá veikur. Við Helga erum búnar að bjóða til veislu á laugardagin svo að það er eins gott að ég verði orðin hress þá. Svolítið viðbjóðslegt kom upp hérna heima rétt áðan: ÞAÐ VAR EINHVER PERRI AÐ HRINGJA Í MIG OG STYNJA Í SÍMAN!!! Ég var viss um að þetta væri trasti fyrst svo ég fór að hlæja - en svo bað hann mig um að stynja með sér - á fullkominni dönsku! Ég skellti á. Maður símaklæmist ekkert við veiku konuna!! Hvað er þetta???
Í gær fékk ég nýju stafrænumyndavélina mína sem pabbi keypti í japan. Nú fara stórir hlutir að gerast! er búin að opna gallerí - en við Hal erum að leyta að öðrum server þarsem pbase.com leyfir alltíeinu bara 10Mb. Sveinborg er allavega búin að setja nokkrar myndir inn frá Chamonix. kíkið!
bestu perralausu kveðjur - sArs posted by sArs | 23:16