laugardagur, mars 29, 2003 Í gær fjölmenntu íslömsku nýbúar árósa og umlykjandi sveita á "skemmtistaðnum" den Sidste. Ekki rak ég augun í þorramatsbakka eða íslenskt brennivín og verð ég að segja að ég hafi orðið fyrir ógurlegum vonbrigðum. Reyndar spiluð þeir þarna einhverja íslenska mússík sem ég man ekki eftir og var mikið talað um fólk sem ég vissi ekkert hvað væri. Að sjálfsögðu átti ég mér takmark með þátttökunni í nýbúavitleysunni - það var að finna þessa söru sem er vinkona vinkonu minnar sem á átján vinkonur sem heita sAra! Ég held að ég sé sAra númer 5. þetta er nottla ofsalega erfitt fyrir kærasta hennar vinkonu minnar - hann er löngu búinn að missa tölu á þessum sÖru vinkonum kærustu sinnar! HEld samt að hann sé að reyna að taka svona "two-can-play-that-game" á ástandið og hef ég heyrt því fleygt að hann sé reyna að eignast BARA vini sem heita HAlldór! hefur m.a.s. reynt að fá núverandi vini sína til að skipta um nafn....
jÁ en ég fann allavega enga söru þarna í gær. kannski afþví að ég hafði ekki einusinni fyrir því að leyta.... Stakk landa mína af og fór í partý til Péturs Pans sem er með mér í bekk.
Í kvöld ætlar baby-spice aðdáandinn hann RZA (úr Wu-Tang cLAninu) að leika fyrir dansi hérna í Húsum Ára! En fyrst er það afmæli hjá Káranum. Verður maðurinn hundgamall í dag og ætlar að fagna því með kökuáti og eflaust annarri vitleysu.
blessKexKlukkanSex posted by sArs | 14:41