fimmtudagur, mars 06, 2003  

hUgtAk vikunnar: Mystiskt! Er búin að vera að standa í allskonar tölvukerfisveseni uppí skóla - þarf nebbla að húkka lapparanum mínum við skólakerfið og tölvugúrúarnir þarna skilja ekkert í því afhverju þetta virkar ekki - segja bara "Nåhh.. hvor er det bare mystiskt" ALla daga vikunnar kemur upp nýtt vesen og það virkar ekkert eins og það á að gera, og það er ekki bara ég - aðrir nemar eru í sama ruglinu.
Held að þetta sé ekki alveg tíminn fyrir mig til að vera að umgangast hann Lars!! Já, Lars! Tuttuguogátta ára laganeminn sem býr í hinu herberginu í íbúðinni minni. Ég hef nú alveg búið með fullt af allskonar fólki í nokkur ár - en hingaðtil hefur engin farið jafn mikið í taugarnar á mér og LARS! Veit ekki einsinni alveg hvað það er - hann er bara eitthvað OF hress og glaður alltaf. Er farin að hætta að þora að fara fram á morgnanna ef hann er inní eldhúsi að steikja sér beikon... hann þarf alltaf að fara að TALA! Ég á alveg eftir að skýra nánar frá þessum pirrandi eiginlekum Lassans hér á næstunni.... ef fólk hefur áhuga.

posted by sArs | 19:42