mánudagur, mars 17, 2003  

rÉtt í þessu var kærasta Lars, sambýlismanns míns, að labba inn. Hún verður í heimsókn þessa vikuna (þau hittust í frakklandi, í skiptilaganámi og er hún þýsk), og gellan kom með gjöf handa mér!!! kaffisýrup og kaffiserviéttur. alveg á ég þetta ekki skilið - hún spurði líka hvenær ég væri vön að fara í sturtu og svona svo hún gæti reynt að vera ekki fyrir mér! Lars hlýur að hafa sagt henni að ég væri tík með fastan morðsvip eða eitthvað. Hún var samt ofsa hress og talaði og talaði þýsku við mig og síðan var þetta komið útí frönksu þegar kærastinn Lars vildi vera memm í samræðunum. Þetta verður löööng vika - best að vera lítið heima svo drulludúfurnar fái smá næði...

posted by sArs | 23:03