fimmtudagur, apríl 10, 2003  

Alexandra er á ferð og flugi - Held ég bregði mér til íslams á morgun. Átti að fara á laugardaginn - en síðan fóru huxanatannhjólin að snúast ... hví að eyða heilum laugardegi í ferðalag, ef ég get eytt flöskudeginum í það. Reyndar er ómögulegt að fá sæti í lestinni á föstudögum og verð ég þá barasta að standa í lestinni í þrjáoghálfa klukkustund með allar mínar föggur sem samanstanda af snjóbrettapoka, tölvu, skólabókum og nokkrum flíkum.
hún Elsa var að upplýsa mig um snjókomu í Bláfjöllunum - og vona ég að það verði eitthvað hægt að nota brettið þarna um páskanna. Ef einhver hefur áhuga á að koma með í snjóleit - eða er á leið uppá einhvern jökul endiskendilega hringið í mig í 696-3411.
sayonara - sjáumst á kaffibarnum! :þ

posted by sArs | 17:52