þriðjudagur, apríl 15, 2003 Miiiikið er ég fegin að hafa skellt mér deginum fyrr til íslams en ég ætlaði! Rétt náði í skottið á henni Hrund vinkonu sem var stödd í köben áður en hún hélt til Kúbu í flugræningjaferð. Flöskudagskvöldið var nú í hressarri kantinum - menn voru að koma af tónleikum þýsku tveggjataktasveitarinnar Scooter - en ég lét mig nú bara vanta þar. Íslenskt skemmtanalíf hefur breyst álíkamikið og gleraugnaval Dericks. Það eina sem breytist eru kannski nöfn á nokkrum stöðum, en annars er sama fólkið á sömu stöðunum að hlusta á sömu mússíkina (sem er mUUN skemmtilegri en hjá dananum verð ég að skrifa). Bara eins og maar hafi aldrei verið í burtu, nema hvað sumt fólk er frekar hissa að sjá mann.
"Bíddu, afhverju varst þú ekki á AK Extreme síðustu helgi???" - Á tæp 2mur sólarhringum fékk ég að heyra þessa spurningu 37 sinnum!!! "ég var sko í skólaferðalagi og gAAAt ekki skrópað" var svarið.... ömurlegt! en mér tókst samt að bæta smá fyrir brettaskrópið og skellti ég mér í BláfjÖllin á laugardagsmorgunin ásamt Þránni og Hafþóri! vorum komin uppeftir um 10 og gátum verið til svona hálf tvö - Haffi þurfti nebbla að fara á sjóinn kl.15! snilldarveður - sól og hlýja, nægur snjór til að renna sér á í brekkunni - en engvir pallar og ekki beint púður - en betra en ég hafði huxað mér. sjá myndir hér.
Og að sjálfsögðu var ekkert af fólkinu sem er búið að vera að kvarta yfir opnunarleysi svæðanna í vetur þarna á laugardaginn - allir of þunnir eða eitthvað - djöss aumingjar!
Sit heima og bíð eftir að það opni í fjallinu eftir hádegi - sKAL komast aftur áður en ég held til flata vítisins aftur! (þó svo að ég hafi dottið á úlnliðin og fundið hraun til að nauðga brettinu mínu) tAkk&bLEtz
posted by sArs | 13:01