sunnudagur, apríl 06, 2003  

Ný regla: Alltaf þegar ég fer í strætó ætla ég að spyrja vagnstjóran hversu gamall hann sé!

Annasöm vika að baki - Þráinn kíkti í nokkurra daga heimsókn á leið sinni á fRón úr brettaferð. HÉr eru myndir... og þess má geta að Ýrr var líka í bænum! Á miðvikudaginn var síðan haldið í NEMENDAFERÐ með bekknum og fjórum drykkfelldum kennurum til sAMsö (eyja hérna aðeins sunnar) - í uppmælingar, hjólreiðingar,teikningar og glasalyftingar... Velheppnuð ferð held ég. Setti allavega nokkrar myndir af leiðindar danalandslagi hér ef nokkur sál hefur áhuga... veit að ég hef ekki áhuga allavega.
Ferðalagið til sAmsö er soldið langt: Rúta frá árósum til HÓ! (reyndar skrifað Hov) og svo með ferju til samsö - og svo frá ferjustaðnum þvert yfir eyjuna. Á heimleiðinn á leið uppí rútuna spurði ég síðan vagnstjórann hvort það kostaði ekki 35 kall - " Ha, nei - ég er 57 ára" svaraði maðurinn.

posted by sArs | 12:56