sunnudagur, maí 18, 2003 Buenos tardes, sArs komin aftur til Baunalands.Veit ekki hversu ýtarlega það á að lýsa nemendaferðalaginu í massatúrsman - sólbrann, flagnaði, var rænd og bitin af moskítóflugu. hehe - en jákvæða veran í mér hafði gaman af... Við bjuggum á svona túristaMekku, með hótelum og túristaútbúnaði útum allt - en eyddum dögunum í að rannsaka fallegan bæ sem lá þarna í hálftíma labbfjarlægð frá geðveikinni. Skelltum oss einnig í svona rútuferðir um eyjuna til að skoða eitthvað frægt.
Á Mallorka má finna mjög sérstök spendýr sem sjást ekki á hverjum degi annarsstaðar í heiminum. Þessi spendýr koma til eyjunnar einusinni á árí í svona tvær vikur - á hverju ári í tugi ára í röð - og ferðast í hjörðum!! Þau eru föl, jafnvel hálf gegnsæ, á hörund - eru annaðhvort dönsku-, bresku- eða þýskumælandi og um það bil 40 kílóum yfir kjörþyngd. Spendýrin, einnig kölluð "túristar" eru sum búin að koma sér upp varanlegum bústöðum með sínum eigin skiltum!!
Þetta með að vera rænd var nú ekkert of svakalegt - var svo sniðug að gleyma að taka seðlaveskið úr töskunni þegar ég fór útí sjó með nokkrum öðrum einu sinni - og þá hefur einhver hraðskreiður dvergur gert sér lítið fyrir og tekið veskið úr töskunni sem var falin undir fullt af fötum og drasli - á þessum 7 mínútum sem við vorum útí sjó. Ætli mar læri ekki bara á þessu. :þ Tók allavega heilan aragúa af myndum: HÉR eru myndir af félagslegu atburðum og ef einhver hefur áhuga á Arkítektúr má finna slíkt hÉR.
Brá mér í færeyskt afmæli í gær annars. mad mAds - a.k.a. the rastaFaröjen - bauð fólki (þar á meðal fullt af fornleifafræðinemum, sem við rAkel reyndum að dusta af og rannsaka) í bollu aLa Árni og snittur aLa Sigga.
Hasta la Vista.
posted by sArs | 19:38