miðvikudagur, maí 07, 2003 Ég er viss um að það sé fínt að vera húsvörður. Mar fær lykla að öllu, og hefur aðgang að fullt af ljósaperum og dóti.Tala nú ekki um blá sloppinn sem fylgir stöðunni. Ekki verra að heita Hörður í starfsgreininni - Í Hvassó í gamladaga þurfti maður að tala við Hörð Vörð ef maður kannski týndi vettlingum sínum á ganginum fyrir viku... Húsvörðum eru ekki gerðar þær kröfur að brosa framan í fólkið í kringum sig, heldur er þeim fullfrjálst að ganga um og þykjast vera ósýnilegir. Þeir eiga yfirleitt enga vinnufélaga, því stofnanir þurfa yfirleitt bara EINN húsvörð. Hvað ætli maður læri til að verða húsvörður... bara smíði og almenna handývinnu?
Komin með óskalista yfir gjafir sem fólk má gefa mér við tækifæri: Þetta er soldið sem hvert heimili þarf að eignast! En safnið er langt frá því að vera fullkomið nema menn eigi þennan gaur - en honum fylgja kókoshnetur, bakpokinn og trompett og allt! verst að kanínan er ekki á listanum......
...er loksins búin að fiffa þennan línk á Ýrr - búin að basla við þetta í viku! hef varla getað sofði yfir þessu sko... en blogspot var ekkert að fíla hana með 2mur errum saman - svo ég tók eitt af... vona að konan verði ekki sár. posted by sArs | 00:19