sunnudagur, maí 25, 2003  

Ég vil óska Skúla litla bróður til hamingju með útskriftina í gær....hann var bara búinn að vera í MH síðan 1997.
Júgurvisjonteiti hjá Atla og Steinunni í gær. Sem betur fer voru billjardborð og pílukastgræja á svæðinu - eftir austurríska lagið var ekkert gaman að þessu... eða hvað - ég var ekki alveg með þarna eftir Möltulagið (held ég) - við þurftum að taka sopa í hvert sinn sem einhver söng "love". Er nú ekki mikil júróvisjon kona (en árný kom mér til bjargar með endalausum júróupplýsingum og slúðri) en ég saknaði óperusöngkonunnar sem kynnti í fyrra.
gisp.bletz

posted by sArs | 14:45