fimmtudagur, maí 22, 2003  

Gleymdi ég að segja fólki að "í þágu fallsins" væri fáanleg í 12 Tónum? Trausti er líka búinn að gera fallegan link frá síðunni þeirra ninnu( farið með músina yfir "sk/um").
Var að fá viðvörun frá dot.tk (heimasíðuserver) - en þeir hóta að leggja niður heimasíðu Þotuliðs Nóatúns, vegna lélegrar aðsóknar!! Þetta þotupakk á það líka bara skilið - enginn sem kærir sig um að segja neitt á síðunni. aumingjar!
Árný nefndi VONT sjónvarpsefni um daginn - og skirfaði þá líka um "High School Reunion", sem er auðvitað mjöööög vont imbakassaefni! Ég rak nú aðeins augun í þetta í gær og fannst nú lítið gaman af - nema hvað svo sá ég intróið. Í intróinu eru persónurnar allar kynntar með "stöðuheiti": t.d. "Dave - the bully", "Amber - the popular one", "Mitch - the nerd", "Nicole - the shy girl", "Brian - the mishap", "Andrew - the class clown".... osfrv..... EN alltíeinu kemur [:og þess má geta að ég er að gizka á nöfnin:] "Darcy - THE TALL GIRL"!!!! Hvað er það?? Hverskonar persónugreining er það eiginlega að vera kallaður hávaxna stelpan?? Var hún klár? Lýgin? Athyglissjúk? Hjálpsöm? Lúði? Nei nei - hún var nú bara hávaxin! Ætli gamlir skólafélagar mínir minnist mín sem "hávaxna stelpan í bekknum"? Ekki þessi þarna sem talaði bjagaða íslensku, eða þessi sem var gett góð í landafræði.... þessi ósýnilega.... þessi sem brosti ekki nógu oft... Nei - einfaldlega þessi hávaxna! ??

~~tallPERSONSunite~~

posted by sArs | 18:16