laugardagur, maí 31, 2003  

mikið er ég hrifin af símanum mínum...því ef ég ætti ekki þennan glæsigrip væri ég neydd til að fara útá götu til hringja úr almenningsklósettunum merktum "teledanmark". Fór í samkvæmi í gær (fékk far þangað á bögglabera) og einhver stúlka kom auga á tryllitæki mitt og svoleiðis skellti uppúr! "Er þetta gsm sími?" í staðin fyrir að vera sniðug og segja t.d. nei - þetta er fuglabúr... - ákvað ég að vera kurteis og brosa bara. stúlkugreyið hafði barasta aldrei séð annað eins ofvaxið raftæki merkt nokia.... finnst dananum ekkert töff að eiga nokia 5110? það þykir ofsa fínt á íslandi sko - soldið óldskúl. eða er það kannski bara ég?
Brynja er þá búin með helvítis anatomiu prófið - og þykist hafa náð og svona. Mar var ekki búinn að sjá stúlkuna mánuðum saman - var flutt á bókasafnið og vakti þar sólarhringunum saman yfir bókum dauðans... til hamingju með endurheimtun félagslífisins vinkona. fórum á svona útimarkað í tilefni frelsun stúlkunnar, og þar sáum við spikfeitan kall skipta um dekk á faratæki sínu. okkur var skemmt.
Verð meira og minna uppí skóla til 16. júní - en læt samt frestast til að fara niðrá strönd og hitta grillandi fólkið. kRissa hringdi m.a.s. fyrir allar aldir í morgun (laugardagur) til að draga mig útí búð klukkan tvö.... takk&bLetz

posted by sArs | 13:18