sunnudagur, maí 04, 2003  

Orðin tæmilega mett af tónleikahöldum í bili - einmitt það sem vantaði í líf mitt þessa dagana: ljúfir tónar úr öllum góðum áttum [alternatíft rokk, noise, elektró, ambient, triphoppað raf, ofl...]. Á maður að koma með smá umsögn kannski.... ok smá: Fimmtudagur: Með Karin og Christoffer (bekkjarsystkini mín - og meðstofnendur rafklúbbs bekkjarins) á Goddiepal [danskur tölvupoppari], Olivinyl [dk], Jackie-O Mutherfucker [kana postrokkband] og loks á Asian Dub Foundation[Eldhressir rebbelar. spiluðu Xtra lengi því þeir voru í svo miklu áróðursstuði eitthvað]! FlÖskudakur: Badun [árósa-raf-band], Blue Foundation, og COLDCUT!! hápúnktur hátíðarinnar! Flott vídjó klipt í takt við lögin, með skrötzum og tilheyrandi. Mikill húmor í þeim líka piltunum... BARA fallegt - og rífandi stemmning. hitti Júrí og Völu, en þau búa í Herning :þ kíkti eitthvað eftir Coldcut, en það var lítið eftirminnilegt... Laugardagur: Fizzarum [rafdúó frá helvíti!! .. nánar tiltekið rússlandi! snilldar gaurar sem líta út eins og fertugir sjóarar, en voru mjög pró í framkomu og skemmtu sér og öðrum konunglega. tók upp videó af þessum eina gaur sem var að missa það á dansgólfinu (kl.18) eftir kúluát]. Hin snilldin þetta kvöld var norska sveitin Xploding plastix [mæli eindregið með að fólki tékki á þeim!].
Mads átti afmæli á laugardaginn - Sócial Klub gaf honum Vodkaflösku sem hann deildi bróðurlega með okkur íslensku vinum hans. Öll helgin var fest á stafrænt myndform og má líta þessar myndir augum HÉR!!
RECession tónlistarhátiðin semsagt búin - og þá er það Hróaskelda næst! E fólk búið að tékka á line-uppinu?? Ég veit að ég fer.... ferð þú??

posted by sArs | 20:26