miðvikudagur, júní 18, 2003  

sAmúðarkveðja til Michaels sem þarf að afplana 4 mánuði í fangelsi og borga 280þúsund danskar fyrir að hafa mÁlað LEST!! Hefði hann nú frekar valið að lemja fimm gamlar konur, níðast á börnum eða nauðga einhverjum hefði hann nú sloppið við öll þessi óþægindi.... enda eru glæpir gegn manneskjum miklu vægari dæmdir en glæpir gegn eignum - því það þarf að borga fyrir viðgerðir og þessháttar. Þessir gaurar heima sem fengu 2 ár í fangelsi fyrir manndráp eiga örugglega eftir að gera það fínt þegar þeir koma útaf hrauninu... fá sér vinnu í skóbúð og vinna sig upp ámeðan þeir ná sér í háskólagráðu í viðskiptum og verða búnir að steingleyma því að hafa tekið mannslíf einhverntímann: huxa bara "já þá var mar úngur og viltur... en nú er ég verðbréfanaggur á jeppa og borga smá skat og svona... venjulegur samfélagsþátttakandi" ámeðan Michael er ennþá að borga allar þessar milljónir svo einhver geti málað lestina hvíta og gráa aftur.... "Við skulum ekki dæma hann í samfélagsvinnu því það væri of skynsamlegt - láta hann mála yfir graff í nokkrar vikur eða mánuði... nei - stingum honum frekar inn og látum hann dúsa þarna með morðingjum og raðnauðgurum sem staldra nú bara við í smá.... af því að þeir eyðilögðu nú ekkert nema kannski einhver mannslíf...!" Fari dómskerfið fjandans til!!

posted by sArs | 15:21