miðvikudagur, júlí 16, 2003 þÁ er liðið að vikulegri færslu minni hér: að þessu sinni mun ég rifja upp ástir og átök vikunnar ásamt því að taka nettan úrdrátt úr ævintýrum sArs. Fylgist með vikulega hér á sAratAlAr með sArs í aðalhlutverki alla miðvikudaga klukkan korter yfir ellefu...
Búin að henda inn hrÓaskeldumyndum - og það eru sko miklu fleirri myndir á leiðinni en þetta - so stay tuned... Fleirri myndir af snÆfellsjöklaferðinni með Elsu og Elvis komnar hingað.
Hress vinnuhelgi að baki með löngum dvalartíma í miðborg reykjavíkur. held ég hafi sofið í 3 klst fyrir helgarvaktirnar. Michael er í heimsókn og hefur honum tekist að venja strákanna á það að fara úr buxunum við barinn og jafnvel plata aðra stráka úr buxunum líka - mér til mikillar gleði (oftast). Takk MIchael. Nú, strákurinn var með fleirri tromp á hendi - en hann var þarna kominn í hlutverk útlitsdómara - og fékk fólk einkunn á skalanum 2-9 (ég fékk 9.... oftast). Hægt var að hækka sig um heilan með því að fara úr buxunum.
Kíldi austur í gær og tók einn reiðúr með múttu. Esjan bíður... sAran kvíður.
Partý í Viðey á flöskudaginn! Allir velkomnir (nema Andrea Gylfa og Barbara Streisand). Ferjur frá klukkan 18:00 og svo á hálftíma fresti og svo á meginlandið aftur klukkan eitt. það er ekki neitt. Kostar í ferjuna og eitthvað smotterí til. Frábær veðurspá! Frábært fólk (eins og t.d. ÉG!). frÁbær tónlist! engar afsakanir - mættu eða blæddu!
posted by sArs | 01:32