þriðjudagur, júlí 29, 2003 Long tæm nó blogg..
mikið að gera hjá manneskjunni sem á sér í raun engar skyldur (aðrar en að mæta í vinnu) og býr inná móður sinni yfir sumarið - endalausar félagslegar skyldur eru orsök þess að heimilið er í óreiðu, bíllinn óþrifinn, bílskúrinn ómálaður, óhreinu fötin óhrein, eldhúsvaskurinn fullur..... átakanlegt líf hérna á sumrin - endalaust af samkvæmum og mannafundum.
Búin að laga til nýtt mndaalbúm þarsem hitt er orðið fullt - og má finna myndir úr ýmsu rugli undanfarinna vikna þar. Vil benda á flugfreyju húllumhæjið síðustu helgar hjá vinnufélögunum.
Svo er það stóra spurningin: hvað á að gera um verslunarmannahelgina??? Svarið: Roadtrip í skásta veðrið fjarri öllum popptónlistar útihátíðum!
.....eða hvað? posted by sArs | 22:12