laugardagur, október 18, 2003  

kíkt í Blá Pollinn í dag - og viti menn: AirwavespArty þar! Tommi White, einhver bongótrommari, bassaleikari og feitur svertingi á mic-num blÖstuðu þarna húsmússík yfir allt suðurnesið og feiti svertinginn reyndi að rífa upp stemmninguna í pollinum með hvatningsorðunum: "Put your hands in the air if you love house music!" ... "house music forever baby!" Jónureykingar og fríir bláALónsdrykkir - fólk sem ég er vön að hitta á sveittum breakbeatkvöldum komið í skýluna og að reyna að dansa ofsa töff í lauginni. var þarna með móður minni - komin í pottaparý með einhverjum elluhausum. Og allavega tveir túrhestar snéru sér að mér og sögðu: "this is AMAZING!" mest sáttir.

bÚin að græða ýmsa stuðhluti hérna á örfáum dÖgum - segi ekki mikið meira í bili. Mæti í bAunalandið á morgun - hártoppi og hárvöfflujárni ríkari.

posted by sArs | 21:31