laugardagur, nóvember 08, 2003  

Ef þú ert að fljúga yfir atlAntshafið til ameríkulands þá geturu verið viss um að flugmennirnir séu undir sExtugt. Bandaríkin eru með sérstök lög um að gAmlingjar meigi ekki stýra vélum til fyrirheitna landsins....
Þetta er eitt af því sem ég lærði á leiðinni til DK frá haustfríinu mínu á ísl þarsem vélin var uppbókuð en ég fékk leyfi til að sitja í fanginu á flugstjóranum ef ég lofaði að vera þæg. ÉG var ekki einusinni sú eina í cock-pittinu, heldur var þarna enn einn flUgstjórinn í viðbót - og ég fékk að hlusta á fullt af svona Flugstjóra-branza spjalli og slúðri. um leið og "take-off" stiginu var lokið var AUTOPILOTINN blásinn upp og strákarnir fóru að leika sér: drÓgu upp 17" skjáa Lappanana sína og 5Gb pixela stafrænu myndavélarnar og töluðu ekki um annað en mun á upplausnum og hversu sniðugt þetta væri alltsaman "sjáðu Kjartan, nú er myndin miklu skírari, því ég stillti hana á hærri ISO sko....Rosalega sniðugt - fór með vélina í veiði um daginn á fína jeppanum mínum..... er að spá í að kaupa mér nýrri litprentara með þessu... af því að ég á skít nóg af peningum..."
Það er til svoooo mikið af fólki sem á það fínasta fína og er alltaf að uppdeita græjurnar sínar til að vera með.... en þurfa í raun ekkert á þessu að halda. Skil ekki afhverju þetta lið vill ekki frekar gefa mÉr nýjan lappara því ég þarf alveg 517mB vinsluminni og 40 GB harðandisk og 15" skjá... vill einhver plebbi skipta?

posted by sArs | 18:29