föstudagur, nóvember 21, 2003 Er að skipuleggja hryðjuverkaÁrás á bAnka og stórfyrirtæki - hver vill vera memm?
ó jújú - lífið svoleiðis leikur við mann þessa dagana.... Strunsaði uppí búðina sem seldi mér tÖlvuna mína á sínum tíma í gær, því þeir eru búnir að vera með hana í viðgerð í tæpar 4 vikur (lofuðu að þetta yrðu bara 2-3 vikur). Gékk upp að einhverjum bólugrafnum greystarfsmanni og sagði einfladlega: "Afhentu tÖlvuna mína! núna!" Lét bjálfana á staðnum bara heyra það - þeir vissu nú ekki mikið.... hÓtaði að fara ekki neitt fyrr en þeir kæmust til botns í málinu. Aumingjarnir hringdu útum allt og reyndu síðan að ljúga því að mér að það væri verið að bíða eftir aukahlut í vélina og að það mundi líklega taka ca 2 vikur í VIÐBÓT!! [þeir hafa bara lagt hana uppí hillu og steingleymt honum BentMetal mínum(pc-inn sko)] Ég spurði þá nottla bara hvort þeir vildu deyja NÚNA eða þegar ég sæki tÖlvuna...hvenær svo sem það verður... [tÓk allavega reiða gyðinginn á þetta og HRÆKTI á búðargluggann þegar út var komið!]
Svo er það bAnkinn: mAnnfólk gerir mistök - ég er mAnnfólk -> ég gerði mistak! týndi eitt stykki kvittun fyrir greiðslu á æfingagjaldi. Bjartsýna elementið í mér valhoppaði niðrí bAnka og vildi biðja um afrit af kvittuninni góðu, þarsem ég var nú með þetta á mánaðarlegu yfirliti og fínerí... EN NEIIIIII - þarsem þetta var greitt með gírÓseðli vildi þjónustutruntan senda mig í PÓSTHÚSIÐ!! eFtir þræti og andlitsgrettingar lét ég plata mig í það og fór næsta dag - einungis til að láta hlæja að mér! Póstgjaldkerinn senti mig allavega aftur í bankann og ég er bara búin að standa í þessu í viku! allt útaf einhverjum ÖÐRUM gjaldkera sem gerði "mistak" og sló inn vitlaust reikningsnúmer....
:hRyðjuverkafundur verður á Laugardaginn klukkan þrjú á aðalbÓkasafninu - sjÁumst hress og galvÖzk: posted by sArs | 00:53