mánudagur, nóvember 03, 2003  

gLEymdi mér aðeins í þessum mEnningarupptalningum því ég klikkaði á að nefna SKÍÐASTÖKKMÓTIÐ sem var hérna á laugardaginn - reyndara sagt hef ég bara reynt að bæla það niður í minni mínu því aðra eins skÖLL uppákomu hef ég ekki þurft að vera vitni að í ár og aldir!
daninn flytur inn 60 TONN af snjó frá Sölden í Austurríki og sturtar honum yfir á hraðahindrun og kallar þetta skíðastökkpall!! Ég held nú ekki! Þetta var ekkert stærra en pallurinn sem við trausti mokuðum saman hérna í janúar. Veit ekki hvað þeir gerðu við þessi 59,7 tonn sem vöntuðu því þarna voru bara nokkrar skóflustúngur af snjó. Og uppákomurnar voru í slakari kantinum: spurningaleikur við danska landsliði sem átti að hlaupa upp brekkuna eftir hvert svar og renna sér niður í PLÓ. Síðana voru fengnir einhverjir austurríkismenn (hafa greinilega bara mokast með snjónum sem var tekinn úr fjöllunum þeirra) sem tóku nokkur afturábak heljarstökk. Mín strunsaði heimáleið en kom auga á svona risafæriband með þremur SNOWBLADE-erum á! Fáránlegasta íþrótt í heimi!! Gaurar á svona míní twintip skíðum (ekki BogFoot) og asnalegar húfur - sveiflandi höndum og rasskinnum í loftið því ómögulegt er að halda jafnvægi á þessu drasli. Einn þeirra datt auðvitað líka.

VOru þetta nottla bara samantekin ráð ferðaskrifstofanna sem svoleiðis dældu bæklingunum í fÓlkið - tja, í alla nema mig...... ég fékk bara fitness.dk (sbr. ræktin.is) flæjera - kannski hulin skilaboð í þessu öllusaman?

:bless og OJBARASTA á danann:

posted by sArs | 18:40