miðvikudagur, nóvember 26, 2003 Hræðileg tíðindi! Það er snjólag í Reykjavíkinni - og ég sit hérna í hórhúsum á jótlandi og er að draga saman púnkta um náttúruvæna arkítektúr ámeðan Sveinborg er að leika sér í snjónum uppí brEiðholtinu - ALEIN! in da ghettooo...
Ætla að bæta ofaní snjóþorstan þeð því að fara á frumsýningu dansks snjóbretta- og skíðamyndbands á laugardaginn. EFtir myndbandið verður ferðinni heitið niðrá riSrAs í afmÆli dvergsins.
Framhaldssagan "Kvittunin sEm flúði gjAldkerann" tekur enda hÉR, þarsem ég náði loksins að fá ljósrit af pappírssnifsinu eftir eins og hálfs vikna orrustu og endalausar útréttingarferðir útum allan bæ. Mætti semsagt loksins á æfingu (mátti ekki koma fyrr en ég væri komin með staðfestingu á borgun) og rétti Meistaranum pappírana sem ætluðu að binda endir á skömmina, óþolinmæðina og ógleðina sem fylgdu því að vera án þeirra. Svartbeltingurinn leit á mig með áhugaleysissvip og sagði útundan sér: "Hva´ nei, nei - við þurfum þetta ekkert - við vorum sko alveg með kvittunina. Gjaldkerinn fann hana um daginn." ...oooog út braust þessi hysteríski hátur frá sÖrunni..... jú, sÖrunni sem var búin að blÓta þessu æfingafélagi til helvítis og aftur enn lengra inní enn dýpra helvíti... sÖrunni sem hélt varla einbeitingu í skÓlanum útaf bæði þessu máli og tölvumálinu mikla (sEm er enn óleyst)... sÖrunni sem þóttist finna fyrir ÚTLENDINGAHATRI þarsem ég er sú eina í æfingaliðinu sem lendi alltaf í leiðindum....
:Lengi lifi RiverCOla: posted by sArs | 00:57