laugardagur, febrúar 07, 2004  

Gamli líffræðikennari vinar míns lék í Star Wars: The Empire Strikes Back. ...hÉlt að hann ætti nú ennþá búninginn einhversstaðar uppá háalofti - ekki dónalegur erfðagripur það!
Eftir mánuð í dag verð ég í frAkklandi að misnota snjó og fjöll
Eftir viku í dag vErð ég í kÖben að hlusta og horfa á KRAFTWERK

Ætti alveg að lifa veturinn hÉrna af ámeðan ég skrEpp eins mikið mögulega í burtu.
Brynja ætti að fara að vERða léttari hérna eftir svona eina og hálfa viku.. ég verð alltaf soldið stressuð þegar hún svarar ekki í símann..eða ef ég heyri ekki í "verðandi foreldrunum" nokkrum sinnum á dag..

skÓlabar í gær: sá fyrsti í langann tíma...og það sást á fólkinu að það hefði ekki slétt úr klaufunum síðan um áramótin. fullir arkitektar eiga það soldið til að sveiflast til og detta um stóla. Ég forðaði mér í í svona klukkutíma yfir í listaháskólann þarsem allt of margt fólk hafði troðið sér inní allt og lítið herbergi og hlustað á allt of hátt Drum´n Bass(ef það er hægt) í allt of miklum hita og svita. Minnti soldið á harðkjarna rokktónleika eða svona metall - en við kARin (alias "skrítna stelpan") spjöruðum okkur ágætlega í látunum. fÓlk er aldrei svona brjálað á DnB-djammi heima svona snemma á kvöldin. ekki nema það sé oldskúl hardcore....

:að eilífu pÚður Amen: sArs út

posted by sArs | 14:07