fimmtudagur, mars 18, 2004 sArs snúin aftur til flAta vítissins!
Tvær vikur í drAumalandinu Chamonix með flestöllu uppáhaldsfólkinu mínu - allir glaðir, alltaf. Fengum frábæran snjó í fyrsta skiprið í laaaangan tíma(2 ár).... reyndar lentum við í næstum öllum huxanlegum veðurfærum á þessum stutta tíma - byrjaði á púðri, svo komu nokkrir kaldir dagar, örfáir skyggnislausir, nokkrir sólríkir, meira púður og loks sumarrennsl og glampandi sól í lokin. Eins og sjá má á MYNDUNUM er mín komin með þokkalegt skíðaglEraugnafar sem líkist alskeggi í fjarlægð... ossa fallegt.
Veit ekki alveg hvað ég skal segja um ferðalagið: Ég mætti Sveinborgu á farfuglaheimilinu og Lotta og Julie komu degi seinna. Kynntumst fullt af hrEssu liði á heimilinu: þrítugum, reiðum svíjum - finnskum og japönskum (sem heitir Honda!) ljósmyndurum - kanadískum jaðarskíðahetjum - portúgölsku gimpi (einn fáránlegasti maður sem ég hef orðið f. því óláni að hitta) - góóóðum slatta af norðmönnum og mikið meir... Bjuggum síðan í lítilli íbúð mest alan tímann [við fjórar stelpurnar í "THE-BIG-MAMA-MIND-CONTROL-UNIT-CREW" ég var/er ofurmamman! ]
Ævintýrin voru þónokkur: alltaf spennandi að renna sér í engu skyggni á fullu - eltandi einhvern appelsínugulan jakka skíðahetjunnar (sem skíðaði afturábak hálfan daginn... og fór hraðar en restin af okkur); svo eru frakkar eru alltaf jafn óútreiknanlegir - lenti í því að ganga í gegnum ský af fersku piparspreyji sem var ætlað einhverjum frökkum - og svo hefur einhver viðskiptasnillingur breytt uppáhalds rastafarastaðnum okkar í hommabar!!
Mæli með því að fÓlkið tékki á þessum myndum - tÓk slatta af túrhestamyndum af fjöllunum mínum - kannski skiljiðið þá afhverju ég þarf alltaf að fara þangað árlega (ef ekki oftar) og græt mig í svefn heila viku eftir heimkomu...
Í árósum tóku á móti mér grá og kuldaleg ský... og þögull norðmaður/ítali. - Hann Frankó fékk að vera í herberginu mínu á meðan ég var út - en hann kom í óvænta heimsókn til brynju og trausta, sem áttu ekki pláss í bili. Veit ekki hvort þið þekkið til hans, en hann hefur búið uppá klaka um hríð... en allavega þá hefur hann ákveðið að tala ekki í ár - en skrifar allt niður í staðin. Það er nú betra en að koma heim í alveg tómt herbergi samt.... eftir að vera umkringd hressu fólki 24klst á dag í 2 vikur.
Tala ekki mikið meir í bili - að eilífu púður, amen - sArs posted by sArs | 20:29