miðvikudagur, maí 05, 2004  

LOVE IS FOR NERDS WHO DON´T DARE TO FIGHT!
Þetta er nafnið á hljómsveitinni minni! tÓnlistarfErillinn kallar - nú hef ég engann tíma fyrir skóla. Fyrsta hljónstaræfingin okkar stúlknanna í SKA hljómsveitinni fór fram síðastliðinn sunnudag. nú er ekki aftur snúið. Við Julie fengum gítar og bassa í hönd og spiluðum "I AM IRONMAN" eftir Black Sabbath allt kvöldið (einhverstaðar verður mar að byrja). Búið er að hanna boli og bóka okkur á Appelsínugula tjaldið á hrÓaskeldu fyrir næsta sumar. Aðrir meðlimir eru hin sænska Lotta, á trompetinu, og svo auðvitað hún Sveinborg okkar á trommunum. Okkur vantar enn nokkra hljóðfæraleikara: fleirri trompettleikara, saxofón, annan gítarista, bongótrommur og jafnvel panflautumann! Í sKA-hljómsveit gildir það bara að troða jafn miklum vitleysingum uppá svið og mögulegt er! Aðal áheyrsluatriði okkar er sviðsframkoma! Við Julie ákváðum að fyrsta plata sveitarinnar ætti að heita " 1.90 " - en það ætlar að vera meðalhæð meðlimanna á sviðinu! Það þýðir ekki annað en 10-15 sm pinnahæla takk!! og þarafleiðandi HJÁLMA. ... en við höfum tekið eftir því hversu hættulegt það getur verið að ganga um á slíkum...og þá er það bara að koma í veg fyrir slysin áður en þau gerast......og notast við hjálm (svo eigum við líka allar hjálm korteðer).
Um helgina er það svo að safna í innblástursdallinn og fara á RE:CESSION tónlistarhátíðina hér í árósabæ.
Updeit um tónleika ferðalög og upplýsingar um hvar þið getið pantað ykkur bol og pennaveski með lógói bandsins verða bráðlega fáanleg hér á síðunni. Stay tuned...því "ég er járnkallinn!!...darararararadarada!"

posted by sArs | 12:42