miðvikudagur, maí 26, 2004 sjÓnvarp. hæfilegt í hófi. Kona kveikir á imbanum í fyrsta skipti í 2 vikur - og í gangi eru sömu auglýsingar og þáttasýnishornin og fyrir löngu löngu. Uppáhalds auglýsing ársins 2004 hingað til er tvímælalaust 100 ára afmæli þýska sælgætisframleiðandans STORCK´S. Fjórar mínútur af minningum og fjölskyldugleði í gylltum sjónvarpslitum með fullt af hvíthærðum og hrukkóttum öfum og litlum ljóshærðum átta ára strákum. Semsagt úrdráttur úr ÖLLUM helvítis auglýsingunum fyrir Toffee, MERCI, Riesen og hvaðþaunúöllheita súkkulöðin. Og að sjálfsögðu danskt lag (öruggla beinþýtt úr þýsku) undir sem svo endar með ensku slagorði! mEiriháttar.
annað áhugavert í imbanum: nýr raunveruleikaþáttur! kynning á nýheit (allavega í DK) þarsem einhver gella fær að velja sér bachelor. en í þetta sinn hafa stjórnendur þáttarins ákveðið að velja karlpeninginn útfrá INNRI fegurð....og ekki ytri. Loksins þáttur sem ég gæti huxað mér að fylgjast með!
kOnan fer svo í krítík á flöskudaginn og er síðan rokin til heimsborgarinnar BERLÍNAR í næstu viku! ich werde ein Berliner sein! posted by sArs | 22:19