miðvikudagur, júní 09, 2004  

bErlín bEzt!

borg sem ég gæti huxað mér að búa í: bErlín. þar var ég um helgina að skoða og túrhestast. Og bErlínarborg líkar vel við mig og finnst ég vera hluti af sér. Var spurð til vegar 3svar á dag! ef þú ert að spyrja til vegar í bErlín þá spyrðu víst alltaf sólbrenndu gelluna með bakpoka og myndavél á lofti! sjálfsagt! Fór á stórsögulega listasýningu í gær og sá verk eftir nöfn eins og Cézanne, van Gogh, Picasso, Matisse, Dalí, Kandinsky, Beckmann, Hopper, og Pollock. Alltsaman original sjitt! Lærði það að berlínarbúar eru afar hrifnir af borðtennis sportinu, en það eru hreinlega borðtennisborð útum allar tryssur: í görðum, útá túnum, inná skemmtistöðum, í skólaportum....allsstaðar!
fÉkk gistingu hjá Elínu vinkonu og nöfnu minni sem býr með henni. Íslenska Listamafían hefur aðsetur þarna í borginni og hitti sArs nokkur stykki úr henni. Lærði það einnig að blóm ylmi ekki í borginni...eða því hélt einn pakistanskur veitingarstaðaeigandi fram. Hann bjó síðar til mixtape af pakístanskri tónlist handa ferðafélaga mínum. Mannfólk: svo uppátækssamt og vingjarnlegt!
Fer í kennaraviðtal í skólanum á morgun og reikna með því að vera bara komin "heim" á frÓn innan viku! glEði glEði.

posted by sArs | 23:45