þriðjudagur, júní 15, 2004 sArs komin til íslams!
Mín mætti á klakan í fylgd Víkingafélags nokkurs norsks/dansks. Var bæði samferða þessu hressa fólki í flugvélinni og rútunni, sem ók þeim beint á Fjörukránna í Hafnafirði. Liðið var íklætt svona skinnskóm, mussu-múnderíngum, með þórshamar um hálsinn og leðurtöskur áfastar í leðurbelti og allir karlmennirnir með sítt hár og skegg eins og sannir víkingar. Þetta var meðra að segja með vopn (skjöld og trésverð) og hljóðfæri meðferðis! Segja má að hinir túristarnir hafi verið soldið skelkaðir, en það voru mestmegnis litlar, aldraðar franskar kellingar með 3 kíló af andlitsfarða. Leiðtogi Víkingafélagsins passaði að allr sínir menn/konur kæmust nú með í þessa stöppuðu FlyBus rútu og kallaði hátt yfir frönsku kéllingarnar: "This is the Viking-bus! I have reserved it for us Vikings, so you have to wait!" Kéllingarnar skildu ekki boffs, heldur stóðu bara þarna eins og illa gerðir hlutir með GUCCI leðurtöskusettin sín og góndu skelfingarlostnar á þessa barbara...
Reykjavíkin verður Söru-skreytt þangaðtil á fimmtudaginn, en þá verður haldið uppá hálendið! Fyrir þá sem ekki vita - þá mun ég gegna starf skálavarðar í Landmannalaugum í sumar. (veit ekki hversu lengi - en allavega mánuð!) Hún Sveinborg stalla verður þarna stödd með mér - en annars erum við bara nokkur stykki þarna ásamt fullt fullt af túrhestum og göngugörpum! Ef þú villt kíkja í óbyggðirnar - endilega hringdu í síma 854-1192, en þetta er einmitt NMT síminn á staðnum (GSM nær ekki).
Á morgun er víst svona gaman dagur... það getur vel verið að ég verði dregin á opnun Víkingahátíðarinnar á Fjörukránni - nema það sé eitthvað annað enn merkilegara að gerast. Er ennþá með sama íslamska símanúmerið: 696-3411 hringiði í mig og bjóðið mér í skemmtilegheit!
adjö. sArs
posted by sArs | 11:54