föstudagur, ágúst 27, 2004 sú athöfn að setja sér mArkmið...
í byrjun sumar setti höfundur sér nokkur markmið - eins og það að útivistast eilítið og fjölbreytt, útrétta hÉr og þar, finna gamlan jakka niðrí geymslu, kenna sjálfri mér betur á nokkur forrit, uppfæra heimasíðuna...jú, og hanna ROKK-JAKKA dauðans! hEf staðið við allt nema nottla þetta með að fikta í forritunum (og kenni ég góða veðrinu um það). Afgreiddi rokk-jakkan í gær eftir smá heimsókn í góða hirðinn og hófst þá hönnunarferlið: hamra grjótið undan Lundanum (sem ég hef verið að lýsa eftir í margar vikur) og líma hann á öxlina á jakkanum með hjálp Sveinborgar. ÞETTA er afreksturinn. nú vantar mig bara tilefni til að klæðast honum...
yfirgef land lundanna á þriðjudaginn og held niðrá flAtlendið. þriðja og síðasta árið (í bili ! ) í arkítektúrnum framundan: megi mÁtturinn vera með mÉr.
posted by sArs | 14:11