fimmtudagur, september 02, 2004 Leslie Nielson heldur ræðu í Nakinni Byssu 2 1/2. Í hléinu fer lögregluleikarinn svo á salernið og losar sig við þvag, nema hvað hann gleymir að slökkva á hljóðnemanum! við þekkjum öll atriðið - en ég fékk að upplifa þetta í dag! Gestafyrirlesarinn á fyrsta fyrirlestri deildarinnar á árinu.....og allir fá að heyra manninn pissa.
Annars frekar mollulegt hérna í Árósum. grÁrr veður, kalt - og enn ein árlega hátíðarvikan þarsem allt pakkið úr nærliggjandi sveitum koma saman til að drekka bjór og hlusta á danska poppmússík og éta pylsur. Varla líft utandyra fyrir fullu fimmtugu fólki, gelgjum úr sveit og helvítis panflautu indjánunum (jú - þeir eru komnir aftur!).
Bý ennþá með sama danska "kvenmanninum" (eða trukkalessunni, enis og Þráinn orðaði það) og er hún búin að gera aðeins heimilislegara hérna hjá okkur: ef þið haldið að ég sé að tala um blóm í vasa, eða fallegu gólfteppi, þá eruði heldur langt frá því. Manneskjan setti svona blaðarekka inná klósett!! svona til að getað lesið ámeðan mar situr og gerir þarfir sínar. Ég hélt að þetta væri bara eitthvað sem karlmenn gerðu!? (en hún er samt með einhver svona kvenna tímarit í rekkanum - með svona persónuprófum, ilmprufum, greinum um hvað sé nýjasti megrunnarkúrinn og fleirra rusl!) Ég mÓtmæli Öll !! ... vil ekki hafa þennan sora á mínu heimili...
posted by sArs | 17:02