sunnudagur, október 24, 2004  

kAffi? Te?.... kAffi? te?.... kAffi? tE?......
- auðvitað er þreytandi að þurfa að rölta um í 30 þúsund feta hæð í háum hælum, með bros á vör (og jafnvel varalit á tönnunum) og bjóðast til að skenkja í plastglÖs þreyttra ferðalanga sem flestir sitja allt og þröngt og vita ekki hvar þeir eiga að hafa lappirnar. Ekki gæti ég verið flugfreyja.
Á leið minni frá kaupmannahöfn til Brussel (til að komast til Asíu þarna um daginn) flaug ég með SN Brussel Airlines - flestir um borð voru á leið á viðskiptafund sýndist mér (hvað annað á mar svosem að gera í Brussel?) ÞEgar flubban kom valsandi í áttina að mér með "kaffi?.....te?" gaf ég dömunni merki og hún rétti mér kaffibolla - en eitthvað voru handahreyfingar okkar ekki að tala saman og helltist kaffið yfir viðskiptajöfurinn í sætinu við hliðina á mér! maðurinn var lítið sáttur og fínu jakkafötin ekki mikið þurr lengur.... auðvitað ekki mér að kenna - en ég sá að hann var að heimta skaðabætur þegar allir voru staðnir upp og voru áleið að ná í töskur sínar.
-Þetta er kannski ekki merkileg saga, nema hvað að hið nákvæmlega sama gerðist á leiðinni til baka!! ég hef ekki einu sinni sÉð flugfreyju hella kaffi yfir farþega fyrr....og svo lendi ég í þessu tvisvar í röð! Seinna skiptið sagði ég líka við sessunaut minn að þetta væri ekki flubbunni að kenna, heldur að það hlytu að vera álög á mér á þessarri flugleið...

góð ráð eftir reynslunna: ekki sitja við hliðina á mér milli köben og brussel.

posted by sArs | 13:00