miðvikudagur, október 20, 2004  

kOmin aftur frá Fjarskanistan.

Bara gott að komast svolítið í burtu - og enn betra að komast drullu langt í burtu!! Er búin að setja myndir í myndaalbúmið - og þurfti síðan að stofna nýtt albúm því ég er búin að fylla kvótann á hinu - hÉr er nýtt albúm. veit ekki alveg hvar mar á að hefa frásögnina af fjarkanistansFerðinni..? hér er listi yfir hluti sem gerðust, og ef einhver vill vita meira um eitthvað þá er það bara að spyrja:

Kuala Lumpur: kíkt í háhýsis- og sjónvarpsturn, ýmis söfn, Skógræktargarðinn (fjallganga í regnskóginum og rölt í 70 metra hæð á hengirólu í trjátoppunum), Batu Caves hindústaðinn, næsthæsta bygging í heimi heimsótt (Petronas twin-Towers), sArs klæddi sig í múslímakjól og hljóp um íslamska höll...
maturinn þarna er frábær og fólkið ENDLaUst glatt og vinalegt. fyrirmyndar samfélag af blönduðu fólki þarsem malæjar, kínverjar og indverjar - hindúar, múslimar, búddistar og kristnir - búa saman í sátt og samlyndi.

Baku: rölti um borgina alein og var eini túristinn á ferð. Fólk leit á mig eins og ég væri fyrsti blökkumaðurinn til að setja fót á Seltjarnanesið á sínum tíma...
umferðin í þessu fyrrum sóvéska ríki var bókstaflega dauði - og liðu ekki 3 sekúndur milli þess sem mar heyrði í bílflautu. Landið er ríkt af olíu og gasi - og deila 10 manns þessum auðlindum sín á milli - restin af fólkinu býr við fátækt í skítugri borg.

myndirnar í albúmunum ættu að segja meir en ég nenni að segja frá hér.


posted by sArs | 11:58