miðvikudagur, október 27, 2004  

sArs fór á listasýningu - og fÉkk heimþrá!

Hin íslensk-ættaði Ólafur Elíasson er með sýningu hér í bæ - ef þúrt ekki búin/nn að kíkja - drífðu þig því hann er að gera drulluflotta hluti. Ég get samt ekki sagt að mér hafi liðið vel á sýningunni þarsem það kom yfir mig glæný tilfinning: HEIMÞRÁ! hef aldrei fengið það áður held ég... en þetta var ekki venjuleg heimþrá - heldur hálendisþrá! Hann Óli notar svo mikið af náttúruefnum sem fyrirfinnast uppá hálendi - efnunum og litunum sem ég var umlukin í sumar uppá hálendi. ég man ekki eftir því að hafa saknað íslensks malts, kóks, nammis eða annarra munaðarvara sem íslendingar erlendis eru að röfla yfir að sig vanti - en mig langar í 190 metra vatnsfoss, bút af hrafntinnu, jökulárflúðir í andlitið og apalhraunsrispu á knéð. getur einhver sent mér?

annað: danska stelpan sem leigir hitt herbergið í þessarri íbúð sem ég bý í hleypti óvart inn sjónvarpsrukkaranum um daginn - og það kostar mig 12000 ísl.kr. takk f. takk! Helvítis beikonétandi, salsadansandi, popplagahlustandi, kvennablaðalesandi, snoopy-inniskóeigandi baunalandsverji!! og ég var ekki einusinni heima og horfi ekki nema rétt svo á Frasier yfir kvöldmatnum... og svo hættir þetta gamla sjónvarp mitt að virka, því það virkar bara í svona 40 mín. í senn. hvern á ég að lemja???


posted by sArs | 22:53