miðvikudagur, nóvember 24, 2004 brÉfberinn minn vill deyja!
það er annaðhvort það eða það að hann sé ólæs... sem er samt frekar ólíklegt. mAnnskepnan hættir ekki að trOða auglýsingabæklingum í póstkassann minn þó svo að það standi skýrt og skilmerkilega "Ingen reklamer tak" með fínu handskrift minni og skreytt nokkrum lególímbandsköllum til að gleðja augað. hÉr er það reyndar málið að hafa svona "viðurkenndan" límmiða frá pósthúsinu í ákveðnum lit og svona staðlaður að öllu leiti, og þá á mar víst að sleppa við ruslapóstinn - en undirrituð er á móti stöðlum og uppáþvinguðum viðurkenningarskjölum (og -límmiðum) Ætla ekki að ferðast þvert yfir bæinn til að standa í röð á pósthúsi nokkru og biðja um slíkan miða - og hvað þá borga fyrir hann! Það stendur nákvæmlega það sama í mínum límmiða og þessum frá pósthúsinu! Og ef greyjið fæðingarhálvitinn sem hættir ekki að troða þessu drasli í póstkassann minn þá fær hann að kynnast afar ofbeldisríkri hlið af mér! .... en kannski ég byrji á andlegu ofbeldi.... einhverjar tillögur?
posted by sArs | 16:57