mánudagur, desember 27, 2004 til hamingju með hátíð ljóss og friðar
sArs hélt loforðinu og kom heim frá bandaríkjunum með silikon. það er kannski ekki ígrætt í líkaman, en það má festa þetta á sig einhvernvegin - en silikonið er í formi pottaleppa og sleif. undarlegt að skreppa svona til usa í einn og hálfan dag og fá smá lágmeningarsjokk. í minneapolis er enginn úti. ENGINN!! það er hreinlega of kalt (mínus tuttugu og ruglmikill raki), þannig að það er búið að samtengja háhýsin með samtals 14 kílómetrum af yfirbyggðum brúm. það þarf enginn að fara út. mjög spes.
fór í vettvangsferð rétt fyrir jól. vettvangurinn var ljósabekkjastofa! það eru 3 til 4 ár síðan ég var stödd á slíkri stofu síðast.... og rifjaðist það fljótlega upp f. mér afhverju það var svona langt síðan! (fór líka bara afþví að það var verið að bora og hamra heima og það var skítkalt) eftir nokkrar mínútur var mig farið að svíða allsstaðar... en fattaði nottla ekkert að fara bara úr helvítis bekknum - panikaði bara! semsagt sólbrunnin frá bringu niður að hnjám... en ekkert rauð samt (weird).
er nú líka búin að kaupa mér nýjan síma - minn heitt-elskaði nokia 5110 hætti að vera í sambandi í gærkveldi (loftnetið dó úr elli). í dag geng ég þá um með pínkulítin nútímasíma með pólífónskum hringitónum, innbyggðum titrara, MMS, GPRS gagnamæli, veggfórði og tribandi! er samt að vona að gamli læknist og ég geti bara notað hann til eilífðar. þessi nýmóðins símar fara mér ekkert.
ta ta
posted by sArs | 20:55