föstudagur, janúar 21, 2005 Náttúrulegt útlit er svooooo 2004!
Nú er sArs komin með litað hár og silikon í augun. Er orðin vel hæf inná astró og ekki frá því að ljósmyndarar Vegamóta myndu skella mér á myndasíðuna sína með hinum dúkkunum.
Eins og er standa yfir flutningar og ætti ég að vera mætt til Chamonix á fimmtudaginn - og þar ætti að bíða mín sjúklingur: Sveinborginni tókst að slasa sig á miðvikudaginn og var hún flutt með þyrlu niður úr fjallinu inná spítala!! Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er, en hún fór víst úr mjaðmalið! Ef einhver veit um einhvern sem hefur lent í því endilega láta mig vita hversu lengi slíkt tekur að gróa!
posted by sArs | 14:20